Útgáfa 2012.3 er komin út
Þetta er algjörlega handunnið kort af GPSmap.is og gert af mikilli nákvæmni á mikilvægustu vegaköflum landsins. Þetta kort hefur verið í þróun í næstum 4 ár og er hugsað fyrir hinn venjulega bíleiganda, og þá helst bíleiganda í stærri byggðum landsins. Þetta kort styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðarkjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI).
- Djúpvegur (Vegur 61), nýr vegakafli milli Króksfjarðarnes og Hólmavíkur á Vestfjörðum
- Suðurstrandavegur (Vegur 427), nýr malbikaður vegakafli milli Grindavíkur og Þorlákshafnar
- Ölfusá endurteiknuð nákvæmar, suður af Selfossi
- Djúpvegur við Steingrímsfjörð fínpússaður
- Strandavegur (vegur 643) fínpússaður
- Drangsnesvegur (vegur 645) fínpússaður
- Vegur yfir Gilsfjörð fínpússaður
- Hvaleyrarvatnsvegur, Kaldárselsvegur o.fl í kringum Helgafell fínpússað
- Ýmsar breytingar
- Vegvísun (Routable)
- Bæjarheiti / þorpsheiti
- Götuheiti
- Húsnúmer
- Póstnúmer
- Hæðarlínur
- Staðapunktar (POI)
- Apótek
- Bankar
- Barir
- Bensínstöðvar
- Flugvellir
- Golfvellir
- Hótel
- Kaffihús
- Leikhús
- Líkamsræktastöðvar
- Lögreglustöðvar
- Skemmtistaðir
- Skólar
- Skyndibitastaðir
- Spítalar
- Sundlaugar
- Söfn
- Veitingastaðir
- Verslanir
- Merka staði (og margt fleira)