Forsíða

Bylting: GPSmap.is útgáfa 2012.5

 
Útgáfa 2012.5

GPSmap.is er stolt að bjóða upp á stærstu uppfærslu frá upphafi GPSmap.is með um 6.000 nýjum vegum og að auki öðrum áberandi breytingum. Í fyrsta lagi eru allir vegir, allar brýr og jarðgöng úr GPS safni Vegagerðarinnnar komið í kortið. Í öðru lagi er búið að lita þá hluta landsins sem eru "Friðlýst svæði" annars vegar og "Náttúruminjar" hins vegar með gögnum frá Umhverfisstofnun sem gefur þér skýra mynd af því svæði sem þú ert að ferðast um. Í þriðja lagi hefur GPSmap.is gert breytingar á útliti kortsins eða nánar tiltekið litum eða mynstrum á sumum vegagerðum og svæðum til að gera þessar breytingar og aðrar skýrari.

Helstu samstarfsaðilar eru:


Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum.  

Einnig ber að þakka eftirfarandi aðilum sem hafa gefið ókeypis aðgang að GPS gögnum:

 • Umhverfisstofnun
 • Akureyrarbær
 • Garðabær
 • Aðrir einstaklingar

Hér á eftir fer upptalning á helstu eiginleikum Íslandskorts GPSmap.is:

 

ALLT LANDIÐ
Allt landið hefur verið kortlagt en eins og vera ber er þetta stöðug vinna og mismikið komið eftir útgáfum.

 

VEGVÍSUN (Routable)

Fullkominn stuðningur við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda.

 

STAÐAPUNKTAR (POI)

Staðapunktar innihalda staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma (ef við á) staða eins og:
Apótek, Bankar, Barir, Bensínstöðvar, Flugvellir, Golfvellir, Hótel, Kaffihús, Leikhús, Líkamsræktastöðvar, Lögreglustöðvar, Skemmtistaðir, Skólar, Skyndibitastaðir, Spítalar, Sundlaugar, Söfn, Veitingastaðir, Verslanir, Merka staði (og margt fleira).

 

HÆÐARLÍNUR

Hæðarlínur með 25m stökkum gefa góða mynd af landslagi kortsins án þess að vegir og áberandi tákn hverfi.

 

FRIÐLÝST SVÆÐI

Öll friðlýst svæði skv. gögnum frá Umhverfisstofnun, eru merkt með dekkri bakgrunnslit sem er sérútlit GPSMap.is.

 NÁTTÚRUMINJASKRÁ

Svæði sem eru á náttúruminjaskrá eru skyggð á með grænum flekkjum.

 

ÚTLÍNUR HÚSA

Ýmis þéttbýlissvæði eru komin með útlínur húsa sem gerir auðveldara fyrir að átta sig á umhverfinu. Útlínur húsa eru dekkri en áður til að auka sýnileika húsa sem er sérútlit GPSmap.is.

 

MALARVEGIR

Ólíkt öðrum kortum, þá eru allir malarvegir merktir réttilega sem slíkir og eru litaðir brúnum lit sem er sérútlit GPSmap.is.

 

VEGSLÓÐIR

Vegslóðir sem eru torfærir vegir eða vegleysur, eru merkti með svart-hvítum brotalínum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

SUMARBÚSTAÐALÖND

Sumarbústaðalönd eru aðgreind með ljósgrænum lit sem er sérútlit GPSmap.is.
 

KIRKJUGARÐAR

Kirkjugarðar eru aðgreindir með ljósum krossum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

ÍÞRÓTTAVELLIR

Íþróttavellir eru merktir með tvílita grænum rendum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

BÆJARHEITI

Hægt er að fletta í lista yfir öll helstu þorp og bæi á Íslandi og velja vegvísun þangað.


Aðrar nýjungar og breytingar
 • Útlínur allra húsa á Akureyri
 • Útlínur allra húsa í Garðabæ
 • Bolungarvíkurgöng, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals (Þakkir til Jóns Þórs fyrir GPS ferla)
 • Nýir vegakaflar um Reykjanes á Vestfjörðum með nýrri brú (Þakkir til Jóns Þórs fyrir GPS ferla)
 • Nýr 3 km vegakafli við SKálanes á Vestfjörðum (Þakkir til Jóns Þórs fyrir GPS ferla)
 • Skógá ásamt Skógarfossi og nágrenni, fleri vegir merktir og hús
 • Laga þjóðveg við Hellu (við hringtorg)
 • Hálsalón við Kárahnjúka
 • Kjalarvegur
 • Ýmis vötn og stórar ár á hálendinu
 • Einstefnugötur á Akureyri
 • Mikil aukning merking bóndabýla við þjóðveg milli Reykjavíkur og Víkur, og áleiðis norður frá Reykjavík
 • Ýmsar breytingar

Sækja kort...

 
Eiginleikar Íslandskorts
 • Vegvísun (Routable)
 • Bæjarheiti / þorpsheiti
 • Götuheiti
 • Húsnúmer
 • Póstnúmer
 • Hæðarlínur (20m)
 • Staðapunktar (POI)
 • Útlínur húsa
 • Þekjur yfir allt land
Staðapunktar (POI)
 • Apótek
 • Bankar
 • Barir
 • Bensínstöðvar
 • Flugvellir
 • Golfvellir
 • Hótel
 • Kaffihús
 • Leikhús
 • Líkamsræktastöðvar
 • Lögreglustöðvar
 • Skemmtistaðir
 • Skólar
 • Skyndibitastaðir
 • Spítalar
 • Sundlaugar
 • Söfn
 • Veitingastaðir
 • Verslanir
 • Merka staði (og margt fleira)

Staðarpunktur POI (Point of Interest) inniheldur staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma viðkomandi staðar ef við á.