Forsíða

GPSmap.is útgáfa 2012.6


Útgáfa 2012.6

GPSmap.is er stolt að bjóða upp á útgáfu 2012.6 af Íslandskorti GPSmap.is. Kortið styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðakjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI). Hálendið er ekki skilið útundan og eru vegslóðar og hæðarlínur út um allt land.

Helstu samstarfsaðilar eru:


Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum.  

Nýjungar í útgáfu 2012.6
 • Allar helstu tvöfaldar stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu teiknaðar tvöfaldar
 • Reykjanesbraut til Keflavíkur tvöfölduð
 • Sumarbústaðabyggðir norðan við Þingvelli
 • Hæðarlínur á höfuðborgarsvæðinu fjarlægðar
 • ALLIR ÞÉTTBÝLISSTAÐIR Á VESTFJÖRÐUM KORTLAGÐIR:
 • - Flateyri (húsnúmer + POI)
 • - Patreksfjörður kláraður (húsnúmer + POI)
 • - Tálknafjörður (húsnúmer + POI)
 • - Hólmavík (húsnúmer + POI)
 • - Bíldudalur (húsnúmer + POI)
 • - Þingeyri (húsnúmer + POI)
 • - Bolungarvík klárað (húsnúmer + POI)
 • - Reykhólar kláraðir (húsnúmer + POI)
 • - Suðureyri (húsnúmer + POI)
 • - Súðavík (húsnúmer + POI)
 • - Hnífsdalur (húsnúmer + POI)
 • - Drangsnes (húsnúmer + POI)
 • - Djúpavík (húsnúmer + POI)
 • - Gjögur
 • - Ytri Ísafjörður kláraður (húsnúmer + POI)
 • Hrútafjarðará við Staðarskála teiknuð nákvæmlega
 • ALLAR ÁR sem renna undir merktar brýr teiknaðar á Vestfjörðum
 • Þjórsá norðan við Sultartangalón teiknuð
 • Tungná austan við Sumtartangalón teiknuð
 • Ytri-Rangá teiknuð miklu lengra norður
 • Þverá teiknuð lengra austur
 • Tungufljót klárað alla leið norður
 • Djúpivogur (Austfjörðum) + POI
 • Hvítá á Suðurlandi kláruð
 • Stór bílastæði á höfuðborgarsvæði gerð sýnilegri
 • Leirur á austfjörðum
 • Margar ónefndar breytingar...

 Hér á eftir fer upptalning á helstu eiginleikum Íslandskorts GPSmap.is:

 

ALLT LANDIÐ
Allt landið hefur verið kortlagt en eins og vera ber er þetta stöðug vinna og mismikið komið eftir útgáfum.

 

VEGVÍSUN (Routable)

Fullkominn stuðningur við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda.

 

STAÐAPUNKTAR (POI)

Staðapunktar innihalda staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma (ef við á) staða eins og:
Apótek, Bankar, Barir, Bensínstöðvar, Flugvellir, Golfvellir, Hótel, Kaffihús, Leikhús, Líkamsræktastöðvar, Lögreglustöðvar, Skemmtistaðir, Skólar, Skyndibitastaðir, Spítalar, Sundlaugar, Söfn, Veitingastaðir, Verslanir, Merka staði (og margt fleira).

 

HÆÐARLÍNUR

Hæðarlínur með 25m stökkum gefa góða mynd af landslagi kortsins án þess að vegir og áberandi tákn hverfi.

 

FRIÐLÝST SVÆÐI

Öll friðlýst svæði skv. gögnum frá Umhverfisstofnun, eru merkt með dekkri bakgrunnslit sem er sérútlit GPSMap.is.

 NÁTTÚRUMINJASKRÁ

Svæði sem eru á náttúruminjaskrá eru skyggð á með grænum flekkjum.

 

ÚTLÍNUR HÚSA

Ýmis þéttbýlissvæði eru komin með útlínur húsa sem gerir auðveldara fyrir að átta sig á umhverfinu. Útlínur húsa eru dekkri en áður til að auka sýnileika húsa sem er sérútlit GPSmap.is.

 

MALARVEGIR

Ólíkt öðrum kortum, þá eru allir malarvegir merktir réttilega sem slíkir og eru litaðir brúnum lit sem er sérútlit GPSmap.is.

 

VEGSLÓÐIR

Vegslóðir sem eru torfærir vegir eða vegleysur, eru merkti með svart-hvítum brotalínum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

SUMARBÚSTAÐALÖND

Sumarbústaðalönd eru aðgreind með ljósgrænum lit sem er sérútlit GPSmap.is.
 

KIRKJUGARÐAR

Kirkjugarðar eru aðgreindir með ljósum krossum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

ÍÞRÓTTAVELLIR

Íþróttavellir eru merktir með tvílita grænum rendum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

BÆJARHEITI

Hægt er að fletta í lista yfir öll helstu þorp og bæi á Íslandi og velja vegvísun þangað.

Sækja kort...

 
Eiginleikar Íslandskorts
 • Vegvísun (Routable)
 • Bæjarheiti / þorpsheiti
 • Götuheiti
 • Húsnúmer
 • Póstnúmer
 • Hæðarlínur (20m)
 • Staðapunktar (POI)
 • Útlínur húsa
 • Þekjur yfir allt land
Staðapunktar (POI)
 • Apótek
 • Bankar
 • Barir
 • Bensínstöðvar
 • Flugvellir
 • Golfvellir
 • Hótel
 • Kaffihús
 • Leikhús
 • Líkamsræktastöðvar
 • Lögreglustöðvar
 • Skemmtistaðir
 • Skólar
 • Skyndibitastaðir
 • Spítalar
 • Sundlaugar
 • Söfn
 • Veitingastaðir
 • Verslanir
 • Merka staði (og margt fleira)

Staðarpunktur POI (Point of Interest) inniheldur staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma viðkomandi staðar ef við á.