Útgáfa 2012.6
GPSmap.is er stolt að bjóða upp á útgáfu 2012.6 af Íslandskorti GPSmap.is. Kortið styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðakjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI). Hálendið er ekki skilið útundan og eru vegslóðar og hæðarlínur út um allt land.
Helstu samstarfsaðilar eru:
![]() | Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum. |
Nýjungar í útgáfu 2012.6
- Allar helstu tvöfaldar stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu teiknaðar tvöfaldar
- Reykjanesbraut til Keflavíkur tvöfölduð
- Sumarbústaðabyggðir norðan við Þingvelli
- Hæðarlínur á höfuðborgarsvæðinu fjarlægðar
- ALLIR ÞÉTTBÝLISSTAÐIR Á VESTFJÖRÐUM KORTLAGÐIR:
- - Flateyri (húsnúmer + POI)
- - Patreksfjörður kláraður (húsnúmer + POI)
- - Tálknafjörður (húsnúmer + POI)
- - Hólmavík (húsnúmer + POI)
- - Bíldudalur (húsnúmer + POI)
- - Þingeyri (húsnúmer + POI)
- - Bolungarvík klárað (húsnúmer + POI)
- - Reykhólar kláraðir (húsnúmer + POI)
- - Suðureyri (húsnúmer + POI)
- - Súðavík (húsnúmer + POI)
- - Hnífsdalur (húsnúmer + POI)
- - Drangsnes (húsnúmer + POI)
- - Djúpavík (húsnúmer + POI)
- - Gjögur
- - Ytri Ísafjörður kláraður (húsnúmer + POI)
- Hrútafjarðará við Staðarskála teiknuð nákvæmlega
- ALLAR ÁR sem renna undir merktar brýr teiknaðar á Vestfjörðum
- Þjórsá norðan við Sultartangalón teiknuð
- Tungná austan við Sumtartangalón teiknuð
- Ytri-Rangá teiknuð miklu lengra norður
- Þverá teiknuð lengra austur
- Tungufljót klárað alla leið norður
- Djúpivogur (Austfjörðum) + POI
- Hvítá á Suðurlandi kláruð
- Stór bílastæði á höfuðborgarsvæði gerð sýnilegri
- Leirur á austfjörðum
- Margar ónefndar breytingar...
Hér á eftir fer upptalning á helstu eiginleikum Íslandskorts GPSmap.is:
![]() | ALLT LANDIÐ | |
![]() | VEGVÍSUN (Routable) Fullkominn stuðningur við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. | |
![]() | STAÐAPUNKTAR (POI) Staðapunktar innihalda staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma (ef við á) staða eins og: | |
![]() | HÆÐARLÍNUR Hæðarlínur með 25m stökkum gefa góða mynd af landslagi kortsins án þess að vegir og áberandi tákn hverfi. | |
![]() | FRIÐLÝST SVÆÐI Öll friðlýst svæði skv. gögnum frá Umhverfisstofnun, eru merkt með dekkri bakgrunnslit sem er sérútlit GPSMap.is. | |
![]() | NÁTTÚRUMINJASKRÁ Svæði sem eru á náttúruminjaskrá eru skyggð á með grænum flekkjum. | |
![]() | ÚTLÍNUR HÚSA Ýmis þéttbýlissvæði eru komin með útlínur húsa sem gerir auðveldara fyrir að átta sig á umhverfinu. Útlínur húsa eru dekkri en áður til að auka sýnileika húsa sem er sérútlit GPSmap.is. | |
![]() | MALARVEGIR Ólíkt öðrum kortum, þá eru allir malarvegir merktir réttilega sem slíkir og eru litaðir brúnum lit sem er sérútlit GPSmap.is. | |
![]() | VEGSLÓÐIR Vegslóðir sem eru torfærir vegir eða vegleysur, eru merkti með svart-hvítum brotalínum sem er sérútlit GPSmap.is. | |
![]() | SUMARBÚSTAÐALÖND Sumarbústaðalönd eru aðgreind með ljósgrænum lit sem er sérútlit GPSmap.is. | |
![]() | KIRKJUGARÐAR Kirkjugarðar eru aðgreindir með ljósum krossum sem er sérútlit GPSmap.is. | |
![]() | ÍÞRÓTTAVELLIR Íþróttavellir eru merktir með tvílita grænum rendum sem er sérútlit GPSmap.is. | |
![]() | BÆJARHEITI Hægt er að fletta í lista yfir öll helstu þorp og bæi á Íslandi og velja vegvísun þangað. |