Forsíða

GPSmap.is útgáfa 2013.1

Útgáfa 2013.1

Langstærsta útgáfa GPSmap.is frá upphafi. Nú byggt á ýmsum opinberum gögnum frá Landmælingum Íslands (LMÍ). Helstu nýjungar sem eru fengin frá LMÍ eru (1) Strandalína, (2) Nákvæmari 20m hæðarlínur, (3) Allar ár, (4) Öll vötn, (5) Allir jöklar, (6) Allar eyjur, (7) Um 11.000 sumarbústaðir og skálar merktir, (8) Þekjur yfir allt land sem sýnir hvernig landið er (graslendi, hraun, mýrlendi, mólendi o.s.frv.).

Síðan eru fleiri nýjungar frá öðrum aðilum / heimildum eins og (1) Allar háspennulínur Landsnets teiknaðar, (2) Allar kirkjur landsins og flestir kirkjugarðar, (3) Allar útssýnisskífur merktar OG MARGT FLEIRA.

Kortið styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðakjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI). Hálendið er ekki skilið útundan og eru vegslóðar og hæðarlínur út um allt land.

Helstu samstarfsaðilar eru:

Landmælingar Íslands (LMÍ) hefur gefið opið leyfi fyrir notkun allra gagna þeirra. Stór hluti af gögnum eru fengin frá þeim.
© Landmælingar Íslands

  

Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum.
© Vegagerðin
  

Nýjungar í útgáfu 2013.1
 • Strandlína endurnýjuð með mörg hundruð eyjum (©LMÍ)
 • Hæðarlína endurnýjuð með miklu nákvæmari 20m DEM (©LMÍ)
 • Þekjur sett á allt landið sem segja til um gerð landsins, hvort það sé hraun, mólendi, graslendi, mýrlendi, sandur o.s.frv. (©LMÍ)
 • Ár og vötn endurnýjaðar (©LMÍ)
 • Jöklar endurnýjaðir (©LMÍ)
 • 10.500 nýir sumarbústaðir, fjallaskálar og neyðarskýli merkt (©LMÍ). Nú birt með íkoni sem er sérhönnun GPSmap.is
 • Háspennulínur Landsnets teiknaðar (©Landsnet)
 • Sýslumörk merkt um allt landið (©LMÍ)
 • Sveitarfélagsmörk á höfuðborgarsvæðinu endurbætt útfrá gögnum frá Reykjavíkurborg (©LUKR)
 • Hringsjár (útsýnisskífur) landsins merktar eð gögnum frá aðila sem setti flestar þeirra upp (©Jakob Hálfdánarsson)
 • Þéttbýlisþekjur: Stór þéttbýlissvæði eins og höfuðborgarsvæðið og Akureyri sett á þekju eins og minni bæir hafa verið merktir á
 • Kirkjur: Allar kirkjur landsins og flestir kirkjugarðar teiknaðir
 • Bakkafjörður, húsnúmerum og POI
 • Eskifjörður, húsnúmer og POI
 • Neskaupstaður, húsnúmer og POI
 • Ólafsfjörður, viðbótargötur, húsnúmer og POI
 • Hrísey, húsnúmer og POI
 • Reyðarfjörður
 • Reykholt á Vesturlandi teiknað með húsnúmerum
 • Svalbarðseyri, með götum, húsnúmerum og POI (auk sveitabæja til Akureyrar)
 • Flugstöð Leifs Eiríkssonar: breytingar á vegakerfi og bílastæði merkt
 • Stofnbrautir tvöfaldaðar: Fleiri stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tvöfaldaðar
 • Vegslóðar eru nú kallaðir "Vegslóði" ef þeir eru nafnlausir. Eru líka nú að hálfu gagnsæir
 • Malarvegir sem eru naflausir eru nú með týpuheitið "Malarvegur", var "Unpaved Road". Svipaðar breytingar í öðrum týpum hafa verið gerðar
 • Fleiri vegir teiknaðir í Mosfellsveit, nálægt Gljúfrasteini
 • Golfklúbbur Sandgerðis, allar 9 holurnar teiknaðar
 • Golfvöllurinn Hólmsvöllur við Keflavík, allar 18 holurnar teiknaðar
 • Golfvöllur Vestmannaeyjar, 18 holur teiknaðar
 • Galli í nýrri tækjum lagaður að malarvegir sjáist ekki í ákveðnum zoom levelum (ath: ekki alltaf hægt að nota Avoid Unpaved Road vegna þessara lagfæringa)
 • Eyjarheitum bætt við Vestmannaeyjar
 • Ýmsar lagfæringar og breytingar á númeruðum vegum, sérstaklega fjallvegum
 • Lagfæringar á Nausturhverfi á Akureyri (ábendingar frá Guðna K).
 • Vegur 281 Sumarliðabæjarvegur merktur sem slíkur
 • Vestmannaeyjar: Viðbætur og endurbætur, POI
 • Þekjur frá Umhverfisstofnun teknar út
 • Glitnir bankar heita nú Íslandsbanki
 • Margar ónefndar breytingar...
Hér á eftir fer upptalning á helstu eiginleikum Íslandskorts GPSmap.is:
 

ALLT LANDIÐ
Allt landið hefur verið kortlagt en eins og vera ber er þetta stöðug vinna og mismikið komið eftir útgáfum.

 

VEGVÍSUN (Routable)

Fullkominn stuðningur við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda.

 

STAÐAPUNKTAR (POI)

Staðapunktar innihalda staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma (ef við á) staða eins og:
Apótek, Bankar, Barir, Bensínstöðvar, Flugvellir, Golfvellir, Hótel, Kaffihús, Leikhús, Líkamsræktastöðvar, Lögreglustöðvar, Skemmtistaðir, Skólar, Skyndibitastaðir, Spítalar, Sundlaugar, Söfn, Veitingastaðir, Verslanir, Merka staði, hringjsár (og margt fleira).

 

HÆÐARLÍNUR

Hæðarlínur með 20m stökkum gefa góða mynd af landslagi kortsins án þess að vegir og áberandi tákn hverfi.

 

NÝTT: Ógróin hraun og urðir

Lýsing kemur síðar.

 NÝTT: Mólendi

Lýsing kemur síðar.

 NÝTT: Skógar

Lýsing kemur síðar.

 NÝTT: Tún og graslendi

Lýsing kemur síðar.

 NÝTT: Mýrar

Lýsing kemur síðar.

 NÝTT: Sandar

Lýsing kemur síðar.

 

ÚTLÍNUR HÚSA

Ýmis þéttbýlissvæði eru komin með útlínur húsa sem gerir auðveldara fyrir að átta sig á umhverfinu. Útlínur húsa eru dekkri en áður til að auka sýnileika húsa sem er sérútlit GPSmap.is.

 

MALARVEGIR

Ólíkt öðrum kortum, þá eru allir malarvegir merktir réttilega sem slíkir og eru litaðir brúnum lit sem er sérútlit GPSmap.is.

 

VEGSLÓÐIR

Vegslóðir sem eru torfærir vegir eða vegleysur, eru merkti með svart-hvítum brotalínum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

SUMARBÚSTAÐALÖND

Sumarbústaðalönd eru aðgreind með ljósgrænum lit sem er sérútlit GPSmap.is.
 

NÝTT: FRÍSTUNDAHÚS OG  BÓNDABÝLI

(a) Annars vegar hús sem eru ekki ætluð til heilsársbúsetu. Sumarbústaðir, sumarhús, orlofshús, fjallaskálar, neyðarskýli, gangamannaskálar. (b) Hins vegar eru bónabýli líka merkt merkt á sama hátt. Slík hús sem eru rúmega 11.000 talsins eru merkt með þessu sérútliti GPSmap.is.
 

NÝTT: Háspennulínur Landsnets

Lýsing kemur síðar.
 

KIRKJUGARÐAR

Kirkjugarðar eru aðgreindir með ljósum krossum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

ÍÞRÓTTAVELLIR

Íþróttavellir eru merktir með tvílita grænum rendum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

BÆJARHEITI

Hægt er að fletta í lista yfir öll helstu þorp og bæi á Íslandi og velja vegvísun þangað.

Sækja kort...

 
Eiginleikar Íslandskorts
 • Vegvísun (Routable)
 • Bæjarheiti / þorpsheiti
 • Götuheiti
 • Húsnúmer
 • Póstnúmer
 • Hæðarlínur (20m)
 • Staðapunktar (POI)
 • Útlínur húsa
 • Þekjur yfir allt land
Staðapunktar (POI)
 • Apótek
 • Bankar
 • Barir
 • Bensínstöðvar
 • Flugvellir
 • Golfvellir
 • Hótel
 • Kaffihús
 • Leikhús
 • Líkamsræktastöðvar
 • Lögreglustöðvar
 • Skemmtistaðir
 • Skólar
 • Skyndibitastaðir
 • Spítalar
 • Sundlaugar
 • Söfn
 • Veitingastaðir
 • Verslanir
 • Merka staði (og margt fleira)

Staðarpunktur POI (Point of Interest) inniheldur staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma viðkomandi staðar ef við á.