Forsíða

GPSmap.is útgáfa 2013.2

Útgáfa 2013.2

Byggt eins og áður á ýmsum opinberum gögnum frá Landmælingum Íslands (LMÍ), Vegagerðinni og mörgum öðrum aðilum. Gögn tekin saman með gífurlegri vinnu af hendi GPSmap.is á sínum eigin forsendum, auk handteiknaða eininga GPSmap.is síðustu 5 ár sem fengin voru með ýmsum leiðum.

Kortið styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðakjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI). Hálendið er ekki skilið útundan og eru vegslóðar og hæðarlínur út um allt land.

Helstu samstarfsaðilar eru:

Landmælingar Íslands (LMÍ) hefur gefið opið leyfi fyrir notkun allra gagna þeirra. Stór hluti af gögnum eru fengin frá þeim.
© Landmælingar Íslands

  

Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum.
© Vegagerðin
  

Nýjungar í útgáfu 2013.2
 • Sérbýli og bóndabýli: Yfir 6800 ný sérbýli og bóndabæir merktir um allt land (©LMÍ)
 • Fossar: 430 nýir fossar merktir um allt land (©LMÍ)
 • Útlínur húsa í Reykjavík: handteiknaðar útlínur allra húsa í Reykjavík af GPSmap.is, einfaldaðar útlínur sem koma betur út í GPS tækjum (©GPSmap.is)
 • Fjöll: Sýnileg íkon sett á fjallstinda og þeir færðir í samræmi við nýjar hæðarlínur
 • Fjöll: Fjöldi nýrra fjallstinda fengin úr gögnum LMÍ auk sérmerkingar GPSMap.is
 • Ár og vötn: Allar ár og vötn merkt með nafni sem var fáanlegt úr örnefnaskrá LMÍ (©LMÍ)
 • Vegir: Bætti við fjölda vega sem vantaði í kortið, úr gagnasafni LMÍ (Fyrsti hluti). Í þessum hluta eru aðallega um vegi í sumarbústaðalöndum og bóndabýlum sem átti eftir að teikna hér og þar um landið. Að auki er allt Suðausturland endurbætt að fullu leyti með vegum frá LMÍ.
 • Útlit korts: Litaskema breytt lítillega, sumir litir (t.d. gralendi) gerðir mjúkari og ekki eins æpandi grænir eins og áður. Farið yfir flesta hluti útlitslega séð og það endurbætt
 • Android (OruxMaps) útlit: Sérkort útbúið fyrir OruxMaps forritið í Android tækjum
 • Þórshöfn, húsnúmer og POI
 • Kópasker, húsnúmer og POI
 • Raufarhöfn, húsnúmer og POI
 • Vopnafjörður, húsnúmer og POI
 • Breiðdalsvík, húsnúmer og POI
 • Stöðvarfjörður, húsnúmer og POI
 • Egilsstaðir, nýtt hverfi við Bláargerði bætt við
 • Malarvegir gerðir breiðari
 • Akureyri skipt upp í hverfi, og að auki sumar útlínur húsa gerðar einfaldari til að þær verði flottari
 • Golfklúbbur Akureyrar: Allar brautir teiknaðar
 • Metan eldsneytisstöðvar merktar
 • Margar ónefndar breytingar...
Hér á eftir fer upptalning á helstu eiginleikum Íslandskorts GPSmap.is:
 

ALLT LANDIÐ
Allt landið hefur verið kortlagt en eins og vera ber er þetta stöðug vinna og mismikið komið eftir útgáfum.

 

VEGVÍSUN (Routable)

Fullkominn stuðningur við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda.

 

STAÐAPUNKTAR (POI)

Staðapunktar innihalda staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma (ef við á) staða eins og:
Apótek, Bankar, Barir, Bensínstöðvar, Flugvellir, Golfvellir, Hótel, Kaffihús, Leikhús, Líkamsræktastöðvar, Lögreglustöðvar, Skemmtistaðir, Skólar, Skyndibitastaðir, Spítalar, Sundlaugar, Söfn, Veitingastaðir, Verslanir, Merka staði, hringjsár (og margt fleira).

 

HÆÐARLÍNUR

Hæðarlínur með 20m stökkum gefa góða mynd af landslagi kortsins án þess að vegir og áberandi tákn hverfi.

 

NÝTT: Ógróin hraun og urðir

Lýsing kemur síðar.

 NÝTT: Mólendi

Lýsing kemur síðar.

 NÝTT: Skógar

Lýsing kemur síðar.

 NÝTT: Tún og graslendi

Lýsing kemur síðar.

 NÝTT: Mýrar

Lýsing kemur síðar.

 NÝTT: Sandar

Lýsing kemur síðar.

 

ÚTLÍNUR HÚSA

Ýmis þéttbýlissvæði eru komin með útlínur húsa sem gerir auðveldara fyrir að átta sig á umhverfinu. Útlínur húsa eru dekkri en áður til að auka sýnileika húsa sem er sérútlit GPSmap.is.

 

MALARVEGIR

Ólíkt öðrum kortum, þá eru allir malarvegir merktir réttilega sem slíkir og eru litaðir brúnum lit sem er sérútlit GPSmap.is.

 

VEGSLÓÐIR

Vegslóðir sem eru torfærir vegir eða vegleysur, eru merkti með svart-hvítum brotalínum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

SUMARBÚSTAÐALÖND

Sumarbústaðalönd eru aðgreind með ljósgrænum lit sem er sérútlit GPSmap.is.
 

NÝTT: FRÍSTUNDAHÚS OG  BÓNDABÝLI

(a) Annars vegar hús sem eru ekki ætluð til heilsársbúsetu. Sumarbústaðir, sumarhús, orlofshús, fjallaskálar, neyðarskýli, gangamannaskálar. (b) Hins vegar eru bónabýli líka merkt merkt á sama hátt. Slík hús sem eru rúmega 11.000 talsins eru merkt með þessu sérútliti GPSmap.is.
 

NÝTT: Háspennulínur Landsnets

Lýsing kemur síðar.
 

KIRKJUGARÐAR

Kirkjugarðar eru aðgreindir með ljósum krossum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

ÍÞRÓTTAVELLIR

Íþróttavellir eru merktir með tvílita grænum rendum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

BÆJARHEITI

Hægt er að fletta í lista yfir öll helstu þorp og bæi á Íslandi og velja vegvísun þangað.

Sækja kort...

 
Eiginleikar Íslandskorts
 • Vegvísun (Routable)
 • Bæjarheiti / þorpsheiti
 • Götuheiti
 • Húsnúmer
 • Póstnúmer
 • Hæðarlínur (20m)
 • Staðapunktar (POI)
 • Útlínur húsa
 • Þekjur yfir allt land
Staðapunktar (POI)
 • Apótek
 • Bankar
 • Barir
 • Bensínstöðvar
 • Flugvellir
 • Golfvellir
 • Hótel
 • Kaffihús
 • Leikhús
 • Líkamsræktastöðvar
 • Lögreglustöðvar
 • Skemmtistaðir
 • Skólar
 • Skyndibitastaðir
 • Spítalar
 • Sundlaugar
 • Söfn
 • Veitingastaðir
 • Verslanir
 • Merka staði (og margt fleira)

Staðarpunktur POI (Point of Interest) inniheldur staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma viðkomandi staðar ef við á.