Forsíða

MapSource útgáfa

MapSource útgáfa

Nú er hægt að kaupa MapSource útgáfu af Íslandskorti GPSmap.is!

Verðið er $29.95 fyrir MapSource og nRoute útgáfu af Íslandskorti GPSmap.is.

Með því verði eru allar uppfærslur sem eru á sama dagatalsári. Þannig að ef þú kaupir 2020 útgáfuna, þá færðu 2020.10, 2020.20 o.s.frv ókeypis.

Þú mátt setja það upp á eins mörgum PC tölvum og kaupandi á, og að sjálfsögðu má setja kortið upp í óendanlega mörgum GPS tækjum. Uppsetningarforritið virkar einungis á PC samhæfðum tölvum. Það er að sjálfsögðu ekki leyfilegt að gefa öðrum aðgang að uppsetningarforritinu!

ATH: MapSource forritið fylgir ekki með. Þú verður að hafa það þegar uppsett.


 
 

Ferli:

  1. Smelltu HÉRNA til að kaupa nýjustu útgáfuna í gegnum PayPal. Verð $29.95.
  2. Sendu eftirfarandi upplýsingar til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it : Nafn og kennitölu ásamt skýringu á að þú keyptir MapSource útgáfuna.
  3. Í svarpósti færðu hlekk til að sækja uppsetningarforritið. Með því færðu lykilorð sem þarf ásamt kennitölu þinni til að setja kortið upp á tölvu.
SKILMÁLAR:
1. Þetta kort er hannað fyrir GPS tæki frá Garmin, og þá sérstaklega nüvi seríunni, þó þau virki á fleiri týpum.
2. Þetta kort er ekki gert í neinni samvinnu við Garmin og er hannað algjörlega með hugbúnaði frá þriðja aðila.
3. Kortið er að fullu hönnun og eign GPSmap.is. Þó er eitthvað um aðfengin gögn að ræða og eru þau notuð með fullu leyfi rétthafa.
4. Ekki er leyfilegt að eiga við hönnun þess án leyfis frá GPSmap.is og endurnotkun gagna er óleyfileg.
5. Höfundur kortsins ber enga ábyrgð á skemmdum sem kunna að koma fyrir GPS tæki við innsetningu eða notkun þess. Öll ábyrgð er í höndum notanda.
6. Höfundur ber enga ábyrgð á nákvæmni eða ónákvæmni kortsins. Reynt er að tryggja með hjálp notenda að kortið sé sem réttast.
7. Notendur Íslandskortsins bera sjálfir fulla áyrgð á allri notkun þess.
8. Öll uppsetning á kortinu á GPS tæki til einkanota er leyfð án endurgjalds.
9. Stofnanir og fyrirtæki mega EKKI nota kortið í GPS tækjum án endurgjalds í samráði við GPSmap.is.