Forsíða

GPSmap.is útgáfa 2013.3

Útgáfa 2013.3

Byggt eins og áður á ýmsum opinberum gögnum frá Landmælingum Íslands (LMÍ), Vegagerðinni og mörgum öðrum aðilum. Gögn tekin saman með gífurlegri vinnu af hendi GPSmap.is á sínum eigin forsendum, auk handteiknaða eininga GPSmap.is síðustu 5 ár sem fengin voru með ýmsum leiðum.

Kortið styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðakjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI). Hálendið er ekki skilið útundan og eru vegslóðar og hæðarlínur út um allt land.

Helstu samstarfsaðilar eru:

Landmælingar Íslands (LMÍ) hefur gefið opið leyfi fyrir notkun allra gagna þeirra. Stór hluti af gögnum eru fengin frá þeim.
© Landmælingar Íslands

  

Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum.
© Vegagerðin
  

Nýjungar í útgáfu 2013.3
 • Fleiri vegir fengnir úr vegasafni LMÍ (Part 2) um allt land. Sérstaklega þó á suðvesturlandi
 • Nýtt litaskema, gerðir að óskum notenda. Meira þekjandi og mýkri litir
 • Hæðarlínur gerðar gráar á lit til að þær ruglist ekki við malarvegi og vegslóða
 • Seltjarnarnes: Útlínur allra hús teiknaðar
 • Álftanes: Útlínur allra hús teiknaðar
 • Kópavogur: Útlínur sumra húsa í austurhluta
 • Bensínstöðvar: Allar Shell og Orkustöðvar uppfærðar með nýjum gögnum frá Skeljungi
 • Rafmagnslínur: 3500 rafmagnslínur úr gagnasafni LMÍ bætt við þær Landsnetslínur sem fyrir voru
 • Eyjum bætt við á austurlandi
 • Straumsvík: Nýir vegir af Reykjanesbraut og aðrir lokaðir vegir á álverssvæðinu teiknaðir + hús
 • Grenivík teiknað fyrir norðan Akureyri
 • Fjöll: Mikið fleiri fjöll og tindar merktir um allt land og eru núna 1138 talsins
 • Hólar í Hjaltadal, húsnúmer og POI
 • Hauganes við Eyjarfjörð: húsnúmer sett inn
 • Húsavík: Húsnúmer + POI klárað, sérstaklega í ný hverfi sunnarlega í byggðinni og vegir endurnýjaðir
 • Bifröst, svæði endurbætt
 • Allir Domino's Pizza staðir á  landinu merktir/uppfærðir
 • Akranes, húsnúmer í nýjum hverfum bætt við og endurbættar götur
 • Mosfellsbær, nýja hverfið sunnan við Helgafelli endurteiknað + húsnúmer
 • Litli-Árskógssandur, teiknaður og merktur sem "City"
 • Tvíbreiðar götur teiknaðar í Hafnarfirði
 • Glerárgata á Akureyri tvöfölduð
 • Vellir í Hafnarfirði: Götur tvöfaldaðar
 • Landeyjahöfn og vegir þangað endurteiknaðir
 • Kópavogur, Nýir vegir í vesturhluta Kópavogs endurteiknaðir eftir breytingar í götukerfi
 • Akranes: Lagfæringar á götum
 • Grímsey á Norðurlandi: Allar götur eyjunnar settar inn.
 • Þéttbýlisþekjur settar við 17 þéttbýli um allt land. Vestmannaeyjar, Þykkvabæ, Tjarnabyggð, Laugarvatn, Reykholt, Flúðir, Sólheimar, Melahverfi, Arnarstapi, Hellnar, Laugarbakki, Hofsós, Grímsey, Hauganes, Laugar, Bakkagerði (Borgarfjörður eystri), Litli-Árskógssandur og Kirkjubæjarklaustur
 • Aðrar ónefndar lagfæringar og uppfærslur á vegum

Sækja kort...

 
Eiginleikar Íslandskorts
 • Vegvísun (Routable)
 • Bæjarheiti / þorpsheiti
 • Götuheiti
 • Húsnúmer
 • Póstnúmer
 • Hæðarlínur (20m)
 • Staðapunktar (POI)
 • Útlínur húsa
 • Þekjur yfir allt land
Staðapunktar (POI)
 • Apótek
 • Bankar
 • Barir
 • Bensínstöðvar
 • Flugvellir
 • Golfvellir
 • Hótel
 • Kaffihús
 • Leikhús
 • Líkamsræktastöðvar
 • Lögreglustöðvar
 • Skemmtistaðir
 • Skólar
 • Skyndibitastaðir
 • Spítalar
 • Sundlaugar
 • Söfn
 • Veitingastaðir
 • Verslanir
 • Merka staði (og margt fleira)

Staðarpunktur POI (Point of Interest) inniheldur staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma viðkomandi staðar ef við á.