Útgáfa 2013.3
Byggt eins og áður á ýmsum opinberum gögnum frá Landmælingum Íslands (LMÍ), Vegagerðinni og mörgum öðrum aðilum. Gögn tekin saman með gífurlegri vinnu af hendi GPSmap.is á sínum eigin forsendum, auk handteiknaða eininga GPSmap.is síðustu 5 ár sem fengin voru með ýmsum leiðum.Kortið styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðakjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI). Hálendið er ekki skilið útundan og eru vegslóðar og hæðarlínur út um allt land.
Helstu samstarfsaðilar eru:
![]() | Landmælingar Íslands (LMÍ) hefur gefið opið leyfi fyrir notkun allra gagna þeirra. Stór hluti af gögnum eru fengin frá þeim. | ||
![]() | Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum. © Vegagerðin |
Nýjungar í útgáfu 2013.3
- Fleiri vegir fengnir úr vegasafni LMÍ (Part 2) um allt land. Sérstaklega þó á suðvesturlandi
- Nýtt litaskema, gerðir að óskum notenda. Meira þekjandi og mýkri litir
- Hæðarlínur gerðar gráar á lit til að þær ruglist ekki við malarvegi og vegslóða
- Seltjarnarnes: Útlínur allra hús teiknaðar
- Álftanes: Útlínur allra hús teiknaðar
- Kópavogur: Útlínur sumra húsa í austurhluta
- Bensínstöðvar: Allar Shell og Orkustöðvar uppfærðar með nýjum gögnum frá Skeljungi
- Rafmagnslínur: 3500 rafmagnslínur úr gagnasafni LMÍ bætt við þær Landsnetslínur sem fyrir voru
- Eyjum bætt við á austurlandi
- Straumsvík: Nýir vegir af Reykjanesbraut og aðrir lokaðir vegir á álverssvæðinu teiknaðir + hús
- Grenivík teiknað fyrir norðan Akureyri
- Fjöll: Mikið fleiri fjöll og tindar merktir um allt land og eru núna 1138 talsins
- Hólar í Hjaltadal, húsnúmer og POI
- Hauganes við Eyjarfjörð: húsnúmer sett inn
- Húsavík: Húsnúmer + POI klárað, sérstaklega í ný hverfi sunnarlega í byggðinni og vegir endurnýjaðir
- Bifröst, svæði endurbætt
- Allir Domino's Pizza staðir á landinu merktir/uppfærðir
- Akranes, húsnúmer í nýjum hverfum bætt við og endurbættar götur
- Mosfellsbær, nýja hverfið sunnan við Helgafelli endurteiknað + húsnúmer
- Litli-Árskógssandur, teiknaður og merktur sem "City"
- Tvíbreiðar götur teiknaðar í Hafnarfirði
- Glerárgata á Akureyri tvöfölduð
- Vellir í Hafnarfirði: Götur tvöfaldaðar
- Landeyjahöfn og vegir þangað endurteiknaðir
- Kópavogur, Nýir vegir í vesturhluta Kópavogs endurteiknaðir eftir breytingar í götukerfi
- Akranes: Lagfæringar á götum
- Grímsey á Norðurlandi: Allar götur eyjunnar settar inn.
- Þéttbýlisþekjur settar við 17 þéttbýli um allt land. Vestmannaeyjar, Þykkvabæ, Tjarnabyggð, Laugarvatn, Reykholt, Flúðir, Sólheimar, Melahverfi, Arnarstapi, Hellnar, Laugarbakki, Hofsós, Grímsey, Hauganes, Laugar, Bakkagerði (Borgarfjörður eystri), Litli-Árskógssandur og Kirkjubæjarklaustur
- Aðrar ónefndar lagfæringar og uppfærslur á vegum