Forsíða

GPSmap.is útgáfa 2015.20

Útgáfa 2015.20

Byggt á opinberum gögnum frá Landmælingum Íslands (LMÍ), Vegagerðinni og mörgum öðrum aðilum, auk handteiknaðra eininga GPSmap.is síðan 2008.

Kortið styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðakjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI). Hálendið er ekki skilið útundan og eru vegslóðar og hæðarlínur út um allt land.

Helstu gagnaveitur:

Landmælingar Íslands (LMÍ) hefur gefið opið leyfi fyrir notkun allra gagna þeirra. Stór hluti af gögnum eru fengin frá þeim.
© Landmælingar Íslands

  

Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum.
© Vegagerðin
  

 

Helstu nýjungar:

 • Uppfærð LMÍ gögn (jún 2015): 917 ný örnefni (Polylines). Nú 35.743 talsins
 • Uppfærð LMÍ gögn (jún 2015): 1.717 ný örnefni (POI). Skráning örnefna hefur aðallega farið fram á svæðum í Borgarfirði, Vesturbyggð, Eyjafirði, Þingeyjarsveit, Sveitarfélaginu Hornafirði, Skaftárhreppi, Rangárþingi eystra og Flóahreppi en á flestum stöðum er um að ræða mikla vinnu heimamanna og staðkunnugra
 • Uppfærð LMÍ gögn (jún 2015): Nýjar hæðarlínur á öllu landinu. Í hæðarlínum voru sett inn Lidargögn af Vatnajökli fá árinu 2011
 • Uppfærð LMÍ gögn (jún 2015): Mannvirki á öllu landinu uppfærð
 • Uppfærð LMÍ gögn (jún 2015): 471 ný fjöll og tindar (POI)
 • Uppfærð LMÍ gögn (jún 2015): 161 nýir fossar
 • Útlitsbreytingar á hæðarlínum: Aðeins ljósari litur á öllu en mesta breytingin er að 100m línur eru dekkri sem sýnir manni betur hæðarbreytingu um hverja 100 metra. Áður fyrr var dekkra á 500m línum bara.
 • Útlitsbreytingar á gönguleiðum: Mildari litir notaðir
 • Útlitsbreytingar á malarvegum: Aðeins mildari brúnn litur kominn í staðinn
 • Vestmannaeyjar: Vegir lagfærðir og aðlagaðir að gögnum LMÍ
 • Vestmannaeyjar: Útlínur húsa teiknaðar
 • Hella: Vegir lagfærðir og aðlagaðir að gögnum LMÍ
 • Hella: Útlínur húsa teiknaðar
 • Hvolsvöllur: Vegir lagfærðir og aðlagaðir að gögnum LMÍ
 • Hvolsvöllur: Útlínur húsa teiknaðar
 • Grundarfjörður: Vegir lagfærðir og aðlagaðir að gögnum LMÍ
 • Grundarfjörður: Útlínur húsa teiknaðar
 • Vegur 518 við Húsafell endurteiknaður skv LMÍ
 • Golf-Strandarvöllur: 18 holur teiknaðar (við Hellu)
 • Húsafell: Vegir og merkingar húsa uppfært
 • Langanes sumarbústaðaland:  Vegir teiknaðir (við Eystri-Rangá)
 • Vatnshólar sumarbústaðaland: Vegir teiknaðir (við Hellu)
 • Borgarfjarðarbraut (50) og Hálsasveitarvegur (518): Lagaði gatnamót sem höfðu breyst
 • Hraunbær: Nýtt hringtorg teiknað
 • Meðalfellsvegur: Nýr kafli malbikaður og farið yfir hraðatakmarkanir
 • Reykholt: Tvö ný hringtorg
 • Minni-Borg (vegur 35): Nýtt hringtorg á gatnamótum 35 Biskupstungnabraut og 354 Sólheimavegur
 • Minni-Borg  (vegur 35): Götur yfirfarnar í hverfinu og útlínur húsa og húsnúmer merkt
 • Mosfellsbær: Vegur beint út af þjóðvegi yfir á Ásland götuna hefur verið lokaður
 • Vesturlandsvegur við Mosfellsbæ: Vegur tvöfaldaður milli Þingvallaafleggjara og Reykjavegar
 • Strandavegur (643) og Djúpvegur (61): Gatnamót þessa vega á Vestfjörðum löguð að breyttu gatnakerfi
 • Vestfjarðavegur (60) við Kjálkafjörð: Stytting sem fer yfir fjörðinn og nýlegt malbik teiknað og aðrir kaflar á þessum vegi lagfærðir
 • Reyðarfjörður: Austurvegur sem tengir Vallargerði við veg 92
 • Dalvík: Slatti af malarvegum norðan við Dalvík í sumarhús
 • Strákagöng: Beygju bætt við í miðjum göngum
 • Vikrafellsleið bætt við á hálendinu
 • Slóð að Svartá við Öskjuvatn
 • Vegslóðar að Krókslóni og Fallsendavatni á hálendinu
 • Kvíslavatn: Fleiri slóðum bætt við
 • Tungubakkavöllur í Mosfellsbæ merktur
 • Fjöldi ónefndar lagfæringa og viðbætur