Forsíða

GPSmap.is útgáfa 2015.30

Útgáfa 2015.30

Byggt á opinberum gögnum frá Landmælingum Íslands (LMÍ), Vegagerðinni og mörgum öðrum aðilum, auk handteiknaðra eininga GPSmap.is síðan 2008.

Kortið styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðakjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI). Hálendið er ekki skilið útundan og eru vegslóðar og hæðarlínur út um allt land.

 

 

Helstu gagnaveitur:

Landmælingar Íslands (LMÍ) hefur gefið opið leyfi fyrir notkun allra gagna þeirra. Stór hluti af gögnum eru fengin frá þeim.
© Landmælingar Íslands

  

Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum.
© Vegagerðin
  

 

Helstu nýjungar:

 • Þekjur: Allar þekjur landsins uppfærðar með nýjustu gögnum frá LMÍ
 • Göngustígar: Nú eru göngustígar teiknaðir á stærstu grænu svæðum Reykjavíkur eins og Laugardal, Öskjuhlíð, Klambratúni, Elliðarárvogi o.fl.
 • Iðnaðar- og verslunarsvæði á þéttbýlissvæðum um allt land merkt með dekkri gráum lit útfrá gögnum LMÍ
 • Vopnafjörður: Bæti við nýjum vegum eins og Norðausturvegi og Hlíðarvegi
 • Vopnafjörður: Útlínur húsa
 • Grindavík: Vegir lagfærðir og aðlagaðir að gögnum LMÍ
 • Grindavík: Útlínur húsa teiknaðar
 • Vestfirðir: Nýr vegakafli sem var opnaður 11. sep 2015 yfir Mjóafjörð
 • Skagaströnd: Sunnuvegur merktur og aðrar smábreytingar
 • Stykkishólmur: Vegir lagfærðir og aðlagaðir að gögnum LMÍ
 • Stykkishólmur: Útlínur húsa teiknaðar
 • Vaðnes í Grímsnesi: Bætti við götuheitum í sumarbústaðahverfið
 • Mosfellsbær: Nýtt hringtorg við gatnamót Skeiðholts og Þverholts
 • Mosfellsbær: Ný viðbót við stofngötu "Skeiðholt" og hringtorg sem tengir saman gamla bæinn við nýja hverfið
 • Höfuðborgarsvæðið: Fjöldi gatna bætt við sem vantaði ásamt útlínum húsa: Nes, Sæmundargata, Lautarvegur, Holtavegur, Þvottalaugavegur
 • Höfði í Reykjavík: Nokkur götuheiti bætt við
 • Akureyri: Ýmsum smávegum bætt við
 • Rauðalækur: Skiptur í tvo hluta
 • Fjöldi ónefndar lagfæringa og viðbætur