Forsíða

GPSmap.is útgáfa 2016.10

Útgáfa 2016.10

Byggt á opinberum gögnum frá Landmælingum Íslands (LMÍ), Vegagerðinni og mörgum öðrum aðilum, auk handteiknaðra eininga GPSmap.is síðan 2008.

Kortið styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðakjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI). Hálendið er ekki skilið útundan og eru vegslóðar og hæðarlínur út um allt land.

 

Helstu gagnaveitur:

Landmælingar Íslands (LMÍ) hefur gefið opið leyfi fyrir notkun allra gagna þeirra. Stór hluti af gögnum eru fengin frá þeim.
© Landmælingar Íslands

  

Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum.
© Vegagerðin
  

 

Helstu nýjungar:

 • NÝTT: Þessi útgáfa er eitt heilt svæði og ekki skipt í landshluta eins og fyrri útgáfur, sem reyndist flókið fyrir erlenda ferðamenn
 • Fjöll (NÝTT frá LMÍ): 1.798  ný fjöll, tindar og fell (4.503 alls)
 • Örnefni POI (NÝTT frá LMÍ): 39.611 ný örnefni (POI)
 • Örnefni LINES (NÝTT frá LMÍ): 210 ný örnefni (LINES)
 • Fossar (NÝTT frá LMÍ): 73 nýir fossar merktir
 • Jöklar (NÝTT frá LMÍ): Útlínur jökla uppfærðir þar sem flestir hafa minnkað eitthvað
 • Hafnarfjörður: Vesturgata tvöfölduð
 • Garður: Teikna útlínur allra húsa
 • Garður: Vegir aðlagaðir að LMÍ
 • Garður: Nýtt hverfi, Klappa- og Teigahverfi bætt við
 • Nýtt hringtorg við Glæsibæ í Álfheimum
 • Nýtt hringtorg á Reykjanesbraut við Stekk
 • Fjöldi ónefndar lagfæringa og viðbætur