Forsíða Um GPSmap.is

Um GPSmap.is

GPSmap.is var stofnað af undirrituðum 15. mars 2008 þó að nafnið væri ekki fundið fyrr en síðar. Það er dagurinn sem byrjað var að teikna þetta GPS kort sem ég er að bjóða hér á þessum vef. Það er óhætt að segja að það hafi farið þúsundir klukkutíma í að handteikna kortið þessi næstum 4 ár. Ég hef notað þónokkur mismunandi forrit til að teikna og setja upp kortin.

Kortið sem er í boði er Íslandskort sem nær yfir allt landið og helstu eyjar þess. Það er hugsað fyrir hinn venjuleg bíleiganda sem notar helstu vegi landsins. Það er alls ekki hugsað til fjallaleiðangra og er varað við notkun þess í slíkum tilgangi. Kortið er að langmestu fullteiknað í og í kringum höfuðborgarsvæðið. Því fjær frá höfuðborgarsvæðinu, þá minni líkur á að allir vegir séu kortlagðir. Þó er nákvæmni kortsins meiri á helstu þéttbýlisstöðum en önnur sambærileg kort sem eru seld dýrum dómum hér á landi samkvæmt því sem ég hef séð.

Kortið er í stöðugri vinnslu og er það von undirritaðs að þú kæri notandi leggi þitt af mörkun við kortlagninguna. Endilega sendið mér fyrirspurn ef þið hafið leiðréttingar fram á að færa eða sjáið svæði sem er ókortlagt og þið viljið að ég bæti inn á kortið. Hugsunin er að gefa út kort a.m.k. mánaðarlega, þá með nýjum vegum og breyttum vegum og svo nýjum og breyttum staðarpunktum (POI).

Kortið er "Routable" sem þýðir að þú velur áfangastað og tækið velur bestu leið og leiðbeinir þér á leiðarenda.

Aðrar græjur sem ég nota við kortlagningu eru nüvi garmin GPS tæki, að auki er ég með nákvæmari GPS tracker og nota GoPro HD video cameru þegar ég keyri um vegi landsins í kortagerðinni.

Undirritaður ber enga ábyrgð á notkun fólks á þessu korti. Það er undir hverjum og einum að vega og meta áhættu af notkun svona korts.

GPSmap.is er stolt að geta boðið ykkur þetta kort algjörlega ókeypis. Ef ykkur líkar vel við kortið, þá væri vel þegið ef þið sæuð ykkur fært að styrkja mig í þessari miklu vinnu og minnka þann kostnað sem fylgir rekstri svona vefjar. Það er hægt með því að smella "Donate" takka á forsíðunni. Það er ekki sjálfgefið að svo geti haldið endalaust áfram án aðstoðar.

Kærar þakkir,

Ívar Kjartansson
Kt. 140574-3929

 
Eiginleikar Íslandskorts
 • Vegvísun (Routable)
 • Bæjarheiti / þorpsheiti
 • Götuheiti
 • Húsnúmer
 • Póstnúmer
 • Hæðarlínur (20m)
 • Staðapunktar (POI)
 • Útlínur húsa
 • Þekjur yfir allt land
Staðapunktar (POI)
 • Apótek
 • Bankar
 • Barir
 • Bensínstöðvar
 • Flugvellir
 • Golfvellir
 • Hótel
 • Kaffihús
 • Leikhús
 • Líkamsræktastöðvar
 • Lögreglustöðvar
 • Skemmtistaðir
 • Skólar
 • Skyndibitastaðir
 • Spítalar
 • Sundlaugar
 • Söfn
 • Veitingastaðir
 • Verslanir
 • Merka staði (og margt fleira)

Staðarpunktur POI (Point of Interest) inniheldur staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma viðkomandi staðar ef við á.
Sækja kort

Nýjasta útgáfan:
2020.20
Kaupa - $29.95

MapSource / nRoute útgáfa.

Kaupa - $14.95

Kort í Garmin og Android.

Eldri útgáfa:
2015.10
Ókeypis... 

Kort í Garmin og Android.