Forsíða Íslandskort Um Íslandskort

Íslandskort GPSmap.is

GPSmap.is

Íslandskort GPSmap.is er ÓKEYPIS og hefur verið í þróun síðan mars 2008 og er hugsað fyrir hinn venjulega bíleiganda, og þá helst bíleiganda í stærri byggðum landsins. Þetta kort styður fullkomnlega við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt (POI) og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda. Þéttustu byggðarkjarnar landsins eru vel kortlagðir, bæði með heimilisföngum, húsnúmerum og staðapunktum (POI).

Upphaflega var Íslandskortið algjörlega handunnið útfrá GPS gögnum GPSmap.is og gervihnattamyndum. Frá og með útgáfu 2012.5 hefur þetta verið útvíkkað og nú er sótt í öll mögulega gögn frá opinberum aðilum til að flýta fyrir kortagerð og sækja nákvæmari gögn. Margir hafa nú tekið þátt í að útvega okkur gögn fyrir kortið okkar án endurgjalds og er þeim þakkað sérstaklega (þið vitið hverjir þið eruð).

MapSource og nRoute útgáfa er til boða frá og með útgáfu 2013.2. Sú útgáfa kostar $19.99 og innifelur allar uppfærslur á því dagatalsári.

Helstu samstarfsaðilar eru:

Landmælingar Íslands (LMÍ) hefur gefið opið leyfi fyrir notkun allra gagna þeirra. Stór hluti af gögnum eru fengin frá þeim.
© Landmælingar Íslands

  

Vegagerðin á sérstakar þakkir skildar fyrir gott samstarf og góðan samstarfsvilja og greiðan aðgang að mikilvægum gögnum.
© Vegagerðin
  

Einnig ber að þakka eftirfarandi aðilum sem hafa gefið ókeypis aðgang að GPS gögnum:
 • Umhverfisstofnun
 • Akureyrarbær
 • Garðabær
 • Kópavogur
 • Hafnarfjörður
 • Aðrir einstaklingar

Hér á eftir fer upptalning á helstu eiginleikum Íslandskorts GPSmap.is:

 

ALLT LANDIÐ

Allt landið hefur verið kortlagt en eins og vera ber er þetta stöðug vinna og mismikið komið eftir útgáfum.

 

VEGVÍSUN (Routable)

Fullkominn stuðningur við vegvísun (routing) þannig að þú getur slegið inn nákvæmt heimilisfang viðkomustaðar eða fundið staðapunkt og látið kortið leiða þig bestu leið á leiðarenda.

 

STAÐAPUNKTAR (POI)

Staðapunktar innihalda staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma (ef við á) staða eins og:
Apótek, Bankar, Barir, Bensínstöðvar, Flugvellir, Golfvellir, Hótel, Kaffihús, Leikhús, Líkamsræktastöðvar, Lögreglustöðvar, Skemmtistaðir, Skólar, Skyndibitastaðir, Spítalar, Sundlaugar, Söfn, Veitingastaðir, Verslanir, Merka staði, hringjsár (og margt fleira).

 

HÆÐARLÍNUR

Hæðarlínur með 20m stökkum gefa góða mynd af landslagi kortsins án þess að vegir og áberandi tákn hverfi.

 


HRAUN OG URÐIR

Flokkun á landslagi unnið út frá gögnum LMÍ um CORINE-landflokkun.

 

MÓLENDI

Flokkun á landslagi unnið út frá gögnum LMÍ um CORINE-landflokkun.

 


SKÓGUR

Flokkun á landslagi unnið út frá gögnum LMÍ um CORINE-landflokkun.

 


GRASLENDI OG TÚN

Flokkun á landslagi unnið út frá gögnum LMÍ um CORINE-landflokkun.

 


MÝRAR

Flokkun á landslagi unnið út frá gögnum LMÍ um CORINE-landflokkun.

 


SANDAR

Flokkun á landslagi unnið út frá gögnum LMÍ um CORINE-landflokkun.

 

STRAUMVÖTN OG LÓN

Flokkun á landslagi unnið út frá gögnum LMÍ um CORINE-landflokkun.

 

HÁLFGRÓIÐ LAND

Flokkun á landslagi unnið út frá gögnum LMÍ um CORINE-landflokkun.

 
SUMARBÚSTAÐALAND

Flokkun á landslagi unnið út frá gögnum LMÍ um CORINE-landflokkun. Íþrótta-, útivistarsvæði og sumarbústaðalönd.

 JÖKULL

Jöklar landsins stórir sem smáir eru flestir kortlagðir. Hafa ber í huga að þeir eru sífellt á breytingu og kort geta úrelst fljótt.

 

ÚTLÍNUR HÚSA

Ýmis þéttbýlissvæði eru komin með útlínur húsa sem gerir auðveldara fyrir að átta sig á umhverfinu. Útlínur húsa eru dekkri en áður til að auka sýnileika húsa sem er sérútlit GPSmap.is.

 

MALARVEGUR

Ólíkt öðrum kortum, þá eru allir malarvegir merktir réttilega sem slíkir og eru litaðir brúnum lit sem er sérútlit GPSmap.is.

 

F1 VEGSLÓÐI

LMÍ: Seinfær vegur, fær allri almennri umferð að sumarlagi. Einungis slóð, oftar en ekki lægri en landið til beggja hliða. Breidd um 4 m. Stórir lækir og ár brúaðar. Vegir þessir eru oft lokaðir á veturna vegna snjóa og vegna aurbleytu á þáatíð.

 

F2 VEGSLÓÐI

LMÍ: Lakfær vegur, fær fjórhjóladrifnum bílum, mjög öflugum fólksbílum og jepplingum. Einungis slóð, oftar en ekki lægri en landið til beggja hliða. Breidd um 4 m. Lækir og smáár óbrúaðar. Oft lokað á veturna vegna snjóa og aurbleytu á þáatíð..

 

F3 VEGSLÓÐI

LMÍ: Torfær vegur, einungis fær stórum og vel búnum fjórhjóladrifnum bílum, ofurjeppum. Slóð, oftar en ekki lægri en landið til beggja hliða, geta verið ójafnar, grýttar og með bleytuíhlaupum. Breidd um 4 m. Oft lokað á veturna vegna snjóa og aurbleytu á þáatíð.

 

FRÍSTUNDAHÚS OG BÓNDABÝLI

(a) Annars vegar hús sem eru ekki ætluð til heilsársbúsetu. Sumarbústaðir, sumarhús, orlofshús, fjallaskálar, neyðarskýli, gangamannaskálar. (b) Hins vegar eru bóndabýli líka merkt.

 

HÁSPENNULÍNA

Háspennulínur Landsnets og aðrar stærri og smærri rafmagnslínur sem eru ofanjarðar.
 

KIRKJUGARÐUR

Kirkjugarðar eru aðgreindir með ljósum krossum sem er sérútlit GPSmap.is.

 

ÍÞRÓTTAVÖLLUR

Íþróttavellir eru merktir með tvílita grænum rendum.

 

BÆJARHEITI

Hægt er að fletta í lista yfir öll helstu þorp og bæi á Íslandi og velja vegvísun þangað.

Sækja kort...

 
Eiginleikar Íslandskorts
 • Vegvísun (Routable)
 • Bæjarheiti / þorpsheiti
 • Götuheiti
 • Húsnúmer
 • Póstnúmer
 • Hæðarlínur (20m)
 • Staðapunktar (POI)
 • Útlínur húsa
 • Þekjur yfir allt land
Staðapunktar (POI)
 • Apótek
 • Bankar
 • Barir
 • Bensínstöðvar
 • Flugvellir
 • Golfvellir
 • Hótel
 • Kaffihús
 • Leikhús
 • Líkamsræktastöðvar
 • Lögreglustöðvar
 • Skemmtistaðir
 • Skólar
 • Skyndibitastaðir
 • Spítalar
 • Sundlaugar
 • Söfn
 • Veitingastaðir
 • Verslanir
 • Merka staði (og margt fleira)

Staðarpunktur POI (Point of Interest) inniheldur staðsetningu, póstnúmer, heimilisfang og síma viðkomandi staðar ef við á.
Sækja kort

Nýjasta útgáfan:
2020.20
Kaupa - $29.95

MapSource / nRoute útgáfa.

Kaupa - $14.95

Kort í Garmin og Android.

Eldri útgáfa:
2015.10
Ókeypis... 

Kort í Garmin og Android.