Leiðsögn er möguleikinn á að láta tækið fara á milli tveggja staða með því að nota vegi og stíga. Þessi valkostur á djúpar rætur í Garmin tækjum og nú geturðu líka haft hann í OruxMaps með því að nota leiðasagnarþjónustu þriðja aðila sem hlaðið er niður í tækið þitt (ótengt).

Þegar þú ýtir lengi á punkt á kortinu færðu upp valmynd. Einn af valkostunum er "Direct tol". Ef þú velur það þá hefur þú möguleikann "Search route to using..".

Þú getur valið "GraphHopper (offline)". Í fyrsta skipti sem þú gerir það færðu skilaboðin:

Ýttu á „Go Settings“ og veldu „Download Graphhopper Maps“. Næst skaltu ýta á "europe" og svo "europe_iceland.ghz". Ýttu síðan á "Accept". Niðurhalið hefst í bakgrunni. Þegar því er lokið færðu skilaboðin „Resource downloadad OK“. Þá ætti þetta að vera komið.
Næst þegar þú biður um leiðbeiningar geturðu valið offline útgáfu af Graphopper.
ATH: Þessi leið virkar vel með POI leitinni í þessu bloggi hér: https://www.gpsmap.is/post/offline-poi-search-in-oruxmaps